STÍLLINN: STEAMPUNK.
3.12.2011 | 00:18
Steampunk hefur alltaf heillað mig mikið, allt frá því að ég sá myndina Wild Wild West með Will Smith og hvað eru mörg tvöföld wöff í því hehe djók, anyways, það er eitthvað við þennan stíl sem að skilgreinir mig frekar mikið,, sambland af einhverju sem er mjög gamaldags og prímatíft og annars vegar mjög "high tech" hlutum og looki, þ.e.a.s sambland af þessu:-) en ég nenni ekki að skrifa einhverja langloku með marmelaði og steiktum lauk, myndirnar "tala" sínu máli og just enjoy it my fellow art thinking friends.
Later, geiriROYALpunkmazter.
p.s klikkið á myndirnar til að stækka.
http://en.wikipedia.org/wiki/Steampunk
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bakþankar geirapunkmazters.
7.10.2011 | 14:03
Já einhversstaðar las ég að maður sem gerir ekki mistök gerir ekki neitt, þannig að ég held að mistaka "hólfið" mitt er allavegana ekki tómt og hef ég beðist fyrirgefningar á öllu sem við á í munnlega heiminum og reyni að læra af öðrum mistökum í efnislega heiminum sem hinum líka. Það er bara þannig, hvað getur maður gert annað en horft til baka og rifjað upp,,,já shit ég hefði nú kannski átt að gera þetta öðruvísi, þá hefði þetta nú ekki gerst osfrv. En það er ekki hollt að vera velta sér alltaf upp úr fortíðinni, en hún læðist nú stundum upp að mér eins og og aðrar tillfiningar sem mæta á öxlina og þá fer maður að pæla og blóta yfir hinu og þessu, það er bara mannlegt held ég. EN ég trúi því að góðir hlutir gerist, allavegana er ég þannig þenkjandi, jákvæður, bjartsýnn, vandvirkur etc. og einhvernveginn virðist það skila sér að ég held, ég held stundum að það sé ekkert að gerast,svo kíki ég á dagbókina mína og þá er hún yfirfull af spennandi verkefnum. Svartsýni bankar stundum uppá, eins og tvær sveskjukellingar með með einhvern bleðil sem er um ljós lífsins og leiðbeiningar um hvernig má gera mann að betri manneskju og feta í fótspor frelsarans, ég svara ekki en veit af þeim, aðrar hugsanir bera ofurliði, veit ekki af hverju ég líki svartsýni við sveskjukellingarnar, nema fyrir utan það að það kemur upp svipuð tilfinning þegar þessir báðir hlutir virðast koma upp, maður vill ekki vera svartsýnn og vill helst ekki staldra við í þeim heimi en hún kemur samt annað slagið, eins með boðberana, maður vill ekki svara og staldra við að tala við þær en virðast poppa upp annað veifið á tröppunum manns. Maður ætti kannski að lesa einn svona bækling bara til að sjá hvernig manni líður á eftir, en ég vil einhvernveginn ekki "smitast" eins sjúklega og það hljómar, eins og einhver pappírsbleðill geti smitað mann af einhverri ofsatrú, svona er maður geðveikur. En ég trúi á æðri máttarvöld og hefur hinn andlegi heimur heillað mig lengi en ég er sjúklega hjátrúafullur, ef ég sé svartan kött þá reyni ég að forðast kvikindið eins og pestina sjálfa og myndi ekki fyrir mitt litla líf labba undir stiga og horfa í brotinn spegil, og nota ég "nock on wood" og salt yfir vinstri öxl aðferðina óspart(vonandi er það vinstri öxlin, en ef ekki þá er ég í vondum málum), ég hef reyndar gengið svo langt að kaupa mér galdur til að un-"jinxa" ólukku eftir að ég braut spegil og horfði í brotin(óvart), veit ekki hvort það virkaði, kannski 7ára ógæfan sé á enda núna þar sem ég hef upplifað síðustu 7 ár sem ekkert sérlega lukkuleg en kannski er maður að gera allt of miklar kröfur til sjálfs síns og ósk um áhyggjulaust líf ekki á boðstólnum, það er allavegana ekki á matseðli lífsins, maður kemst ekki að því það er alltaf fullbókað á veitingastaðnum "LÍFIÐ" og ef maður fær loksins borð er þessi "réttur" alltof dýr og maður fer alltaf út með skottið á milli lappana og prísir sig sælan með réttinn "heilbrigður" og í eftirrétt "yndislegt barn" og öllu var skolað niður með "takk fyrir uppeldið mamma".
punkmazter out love to all:-))
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Alexander McQueen: Savage Beauty
4.8.2011 | 07:07
Hefði viljað sjá þetta.
Enjoy:-)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
PIERRE CARDIN
19.7.2011 | 19:21
Pierre Cardin, hinn ítalsk-ættaði fatahönnuður með meiru er ekki allra en ég fýla hann í tætlur með sultu.
Hann er þekktastur fyrir sinn ´ avant gard ´ stíl og "space age" hönnun, en hún er oftar en ekki mjög klæðileg fyrir konur, en það er akkúrat þessi "space age" hönnun sem ég elska og notar hann mjög mikið "geometric" form. Pierre kom einnig fyrstur hönnuða með hinn svokallaða "bubble dress".
Pierre Cardin er lærður arkitekt og vann hann um tíma hjá Dior, en frægt var einnig að honum var neitað um stöðu hjá Balenciaga. Hann hefur einnig komið við hönnun á bílum, en hann var fenginn til að hanna "interiorið" á AMC 1972 og 1973 árg. en ástæðan fyrir því er að framleiðendur þessa bíla voru heillaðir af formum og mynstrum sem Pierre er þekktur fyrir og fara ótroðnar slóðir í þeim efnum og Pierre er ekki hræddur við að vera öðruvísi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
DOLCE & GABBANA SPRING 2012.
20.6.2011 | 03:25
Samfestingar voru áberandi á sýningu Dolce & Gabbana spring 2012, sem mér finnst persónulega vera leðrað svalt og er ég að spá í að fjárfesta mér í einum og hneppa niðrá nafla þegar strákurinn er kominn í rétta formið, hehe hef tæpt ár þannig að að ég verða að standa mig:))) Stal þessu af Style.com, en ég hitti einmitt aðalljósmyndara þeirra á Mercedes Benz Fashion Week í NY síðasta febrúar og spjallaði lítillega við hann og sagði hann mér endilega að deila myndunum sem birtast þar, þannig að ég hef leyfi hehe, þar sem ég er ekki viðstaddur spring sýningar herra, but i wish i were:)
Enjoy my fellow rockers,
Mbk, geiri punk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
BURBERRY PRORSUM Menswear Spring/Summer 2012 live stream
18.6.2011 | 14:24
http://t.co/eSqV2Xc
Enjoy
-geiri punkmazter:)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
ALEXANDER MCQUEEN F/W2011 OG SPRING 2011
18.3.2011 | 22:45
Alexander McQueen hlýtur að vinna í gegnum hana Soruh Burton, því þessi collection eru himnesk, mér finnst hún ná þessum Alexander anda mjög vel. Mér finnst hún einnig ná að hann mjög flotta hluti úr léttum efnum sem er kúnst og það eru flestallir sammála að hún sé verðugur arftaki Alexanders heitins McQueen. Verður spennandi að sjá hvort hún haldi ekki merki hans á lofti þó að enginn fari í skóna hans.
Enjoy, geiri punk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
TÍMAMÓT (on a personal note)
14.3.2011 | 14:44
Jæja, þá eru það enn einar krossgöturnar sem að ég þarf að horfast í augu við. En eins og einn kúnni sagði við mig ´Ásgeir, þegar einn gluggi lokast þá opnast bara dyr í staðinn´, mér þótti svolítið vænt um þetta ´comment´og vil ég trúa því að maður endi á einhverjum fallegum stað.
Þetta var ég ekki búinn að plana og finnst mér ekkert leiðinlegra en að yfirgefa einn stað og þurfa byrja uppá nýtt á nýjum, kúnnarnir nenna ekki endalaust að elta mann, hversu góður sem þú ert en er samt með frekar þéttann og tryggann kúnnahóp og sagði einn við mig um daginn aftur´þó að þú flytjir til Seyðisfjarðar þá tek ég rútuna einu sinni í mánuði til þín þar sem ég get ekki hugsað mér að fara til annars klippara´, haha þetta þótti mér fyndið en henni var fúlasta alvara og eins og þegar ég bjó í Mílanó um árabil og þegar ég kom aftur þá komu 70-80% af mínum kúnnum tilbaka sem segir mér að ég er að gera eitthvað rétt, ég gef alltaf 100% í mína vinnu og kúnninn fær sinn tíma, ég hef verið gagnrýndur á netinu af fólki sem hefur komið til mín(já ég viðurkenni það, ég googla mig stundum) og einu sinni var einhver stelpa sem kom til mín og sagði hún að hún hefði verið massa ánægð en Ásgeir klippari á Supernova mætti spýta aðeins í lófana, ég var í heila tvo og hálfan tíma í stólnum hjá honum:))
Já! tvo og hálfan tíma, uuhh ég segi nú bara ef þú vilt ekki eyða 2 & 1/2 tíma í hárið á þér, þá getur þú nú ekki búist við því að það sé vel gert, ég hefði frekar viljað vera 3 tíma að þessu, en það er bara ég, ég get verið snöggur ef ég þarf þess en ef ég sé að ég er með rúmari tíma fyrir kúnnann þá spyr ég viðkomandi hvort hann/hún sé að flýta sér og ef ekki þá fæ ég mér kaffibolla með og við spjöllum bara aðeins meira og og klippingin verður fullkomin, ég veit ekki með ykkur en mig langar í klippingu hjá þessum Ásgeiri!!!hahahaha.
En allavegana, ég er búinn að að vera í bransanum núna í sept. á þessu ári í 20 ár!!!!!!!!!!! shiiii hvað tíminn er fljótur að líða, man eins og það hefði gerst í gær þegar ég kom til Reykjavíkur, september 1991 til hennar Elsu minnar á Salon Veh með strípur og háleita drauma um að að vera besti hárgreiðslumaður landsins og síðan þá hefur margt og mikið vatn runnið til sjávar.
Það er svolítið gaman að líta yfir farinn veg og greina hvernig þetta hefur tekist allt saman og hvernig ferillinn hefur þróast síðustu 20 ár, ég er allavegana sáttur með það sem ég hef gert og það er engin eftirsjá í neinu og held ég að maður eigi ekki að sjá eftir neinu í lífinu, það varst þú sem að tókst þessa ákvörðun og enginn annar og þú verður þá bara að gera betur næst, hversu sárt sem það er, hef verið að hlusta á þá sem eldri eru og lífsreyndari að það eru flestir sem eru sammála því að maður eigi ekki að vera velta sér uppúr því sem hefur gerst, heldur á maður að einbeita sér hvað ég vil gera á morgun og hvað það gæti verið sniðugt og skemmtilegt:)
Viðmót, móðganir og hrós: Ég hef lent í ýmsu á mínum ferli og það eru nokkur atriði sem að standa uppúr, eins og þegar ég ákvað að opna mína eigin stofu þá hitti ég einn þekktan hárgreiðslumann á einum af vinsælasta skemmtistað borgarinnar, en hann frussaði út úr sér´Þessi stofa þín á aldrei eftir að meika það, þú ferð á hausinn eftir 2 ár´ ég tók þetta mjög nærri mér og minnstu munaði að ég hefði hjólað í hann, en félagar mínir héldu aftur af mér og sögðu þessa klassísku setningu´hann er ekki þess virði´ og hitamælirinn lækkaði, en fyrir þá sem ekki vita þá rak ég stofuna í tæp 10 ár.
Annað tengt þessum vinsæla stað þar sem maður var duglegur að sækja djammið, var að það voru 2 strákar sem að komu upp að mér og vildu bjóða mér í glas og þáði ég það. Þegar ég settist niður með þeim þá spurði ég hvers vegna þeir vildu spjalla við mig og þeir svöruðu því að þeir vildu fá að kynnast mér aðeins því að þeir höfðu heyrt svo mikið um það að ég væri með egó á við geiminn og vildu vita hvort að það væri eitthvað til í því. Ég spjallaði við þá í dágóða stund um ýmislegt og fékk ég að heyra það að það væri enginn annar á þessu landi og þótt víðar væri leitað að ég væri sá besti í bransanum og sá langbesti í greiðslum og þakkaði ég fyrir það og sagðist meta hrósið mikið.En ég var með öðru fólki sem var að kalla á mig og vildi ég slíta þessu og þakkaði kærlega fyrir bjórinn og sagðist gaman að fá að kynnast þeim, en í þann mund sem ég var að standa upp þá sagði annar þeirra´já og svo er eitt, ef þú heilsar okkur ekki næst þegar við hittum þig, þá er þetta satt allt saman sem við erum búnir að heyra um þig´þ.e.a.s allar kjaftasögurnar um að ég sé með giant ego og snobbaður upp fyrir haus???????????????? þetta finnst mér ótrúlegt, svo var það einn sem að sagði við mig að ég ætti að brosa meira og heilsa fellow klippurum????????? þ.e ég átti semsagt að brosa eins og glaður eymingi í helgarfríi og high five-a allt hárgreiðslufólk sem kynni að vera á vegi mínum.
Ég finn það á meðan ég er að skrifa þetta, að skrifin gætu verið efni í heila bók:) en ég er ekki að einblína á þetta neikvæða, ég hef einnig fengið ótrúlegustu hrós, meistarar hafa komið upp að mér og spurt hvort að þeir megi kynna nemana sína fyrir mér þar sem þeir líta svo mikið upp til mín að þeir hafa ekki þorað að koma sjálfir, hef verið kallaður listamaður og Ísland væri allt of lítið fyrir mig osfrv. og er ég óendanlega þakklátur fyrir það og hika ég ekki við að hrósa öðrum ef mér finnst þeir eiga það skilið. Ég var frekar viðkvæmur fyrir gagnrýni svona til að byrja með en, hef reynt að byggja upp skráp og breitt bak til að verjast öllu neikvæðu og hef virkað frekar kaldur á fólk sem hittir mig í fyrsta skipti, en þessi skrápur virðist fylgja manni og erfitt er að losa böndin, þ.e.a.s ég er alltaf í varnarstöðu þegar einhver ókunnugur ræðst að mér og flamberar einhverju í andlitið á mér og átta ég mig ekki alltaf á því hvort viðkomandi ætlar að hrósa mér eða drulla yfir mig. Mér hefur oft sárnað mjög mikið við ákveðin comment og játa það alveg að ég hef vöknað um augun þegar heim er komið þar sem ekkert hefur gengið upp, ég er í ljótum fötum, ég er ekki alveg með þetta, hver í andskotanum heldur að þú sért, ertu hommi, ertu hommi, ertu hommi, hvað ertu oft búinn að skipta um kennitölu, kannt þú eitthvað að klippa, er þetta klipparinn sem maður þarf ekki að bíða eftir til að komast að hjá, af hverju ertu alltaf í blöðunum, hvað ertu að reyna að sanna, þetta er nú alveg tilgangslaus rekstur hjá þér, mér fannst allar greiðslurnar flottar nema 1, frétti að það varst þú sem að rændir hárgreiðslustofuna þarna í garðabænum, sópaðir öllu út, hvað með þessa klippingu, ertu með make-up?
Reyni sem minnst að hugsa um þetta, en hef alltaf langað til að skrifa þetta niður og held að þetta lýsi svolítið samfélaginu sem við búum í, það má enginn túlipani vaxa hærra en hinir, þá er hinn sá og sami höggvin niður til að vera í fútti við hina, held að mín verk tali sínu máli undanfarin ár og er ég óendanlega stoltur af þeim verkum og þakklátur fyrir þau tækifæri sem hafa borist til mín í gegnum árin og eru nokkur verkefni sem ég er að fara tækla núna en þau eru nú nýlega fyrir Steindann okkar,og á næstunni, afmælistónleika Björgvins Halldórssonar og Eve Online Fanfest þar sem við verðum með hátt í 40 manns í hári og make-up og svo að sjálfsögðu Rokk&Rúllur á mbl.is, en það er mikið challenge að vera með tískuþátt á Íslandi og vonandi verður hann festur í sessi á skjám landsmanna, en ég er þegar kominn með þónokkra hardcore fans sem að missa ekki af þátt, eins og hún elskuega Svala Björgvins og félagar í Steed Lord sem lýstu þvílíku supporti við þáttinn og það eina segir mér að ég er að gera rétt þar sem þau eru þau svölustu í bransanum að mínu mati og svona comment frá þeim fyllir hjarta mitt af gleði.
Ég ætla ekki að hafa þetta lengra og þeir kúnnar sem að lesa þetta, þá hef ég þetta að segja við þá:
Takk fyrir 20 árin sem eru liðin,óendanlega þakklátur fyrir viðskiptin, hvort sem það eru kúnnar sem eru farnir eða eru ennþá hjá mér, læt ykkur vita hvar ég skýt hárgreiðslurótunum næst og vonandi veðja ég á réttan hest í þetta skipti, en ég kem líklega til með að stytta vinnuvikuna mína, en ég veit ekki alveg hvernig það raðast niður, að öllum líkindum verð ég bara mið,fim,fös.og annan hvern laugardag til að byrja með sökum annara verkefna og svo á ég eina yndislega dóttur sem ég dýrka út af lífinu og langar að eyða smá meiri tíma með henni og sjá hana vaxa og dafna, hún er þvíliík prinsessa, byrjuð að fá make-up(4 ára) og byrjuð að breyta fötunum sínum og og gengur á háhælum:))))) úffff
Takk fyrir mig,
Ásgeir Hjartarson.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Yoana Baraschi Fall 2011 Mercedes-Benz Fashion Week.
3.3.2011 | 15:17
Sýning Yoana Baraschi fall2011 var frekar svöl, þar sem við fengum mjög góðann aðgang að módelum hennar inní stúdíói á Lincoln Center. Flott hár og make-up, soldið hrifinn af þessum rauða lit á augunum og hárið frekar einfalt en mjög "stylish". Pínu 50´s fílíngur, háar buxur en stuttar, transparent efni,rauðir sokkar, síð bindi í doppóttu í stíl við skyrtur, fuglsfjaðra vesti ofl. Enjoy:)
geiri punk.
p.s það þarf náttúrulega ekki að taka það fram en ég geri það nú bara samt að það var auðvitað punk-arinn sjálfur sem tók þessar myndir, en ekki eitthvað stolið af getty eða style .com:))
þið getið svo smellt 2x á myndirnar ef þið viljið fá þær stærri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)