TÍMAMÓT (on a personal note)
14.3.2011 | 14:44
Jæja, þá eru það enn einar krossgöturnar sem að ég þarf að horfast í augu við. En eins og einn kúnni sagði við mig ´Ásgeir, þegar einn gluggi lokast þá opnast bara dyr í staðinn´, mér þótti svolítið vænt um þetta ´comment´og vil ég trúa því að maður endi á einhverjum fallegum stað.
Þetta var ég ekki búinn að plana og finnst mér ekkert leiðinlegra en að yfirgefa einn stað og þurfa byrja uppá nýtt á nýjum, kúnnarnir nenna ekki endalaust að elta mann, hversu góður sem þú ert en er samt með frekar þéttann og tryggann kúnnahóp og sagði einn við mig um daginn aftur´þó að þú flytjir til Seyðisfjarðar þá tek ég rútuna einu sinni í mánuði til þín þar sem ég get ekki hugsað mér að fara til annars klippara´, haha þetta þótti mér fyndið en henni var fúlasta alvara og eins og þegar ég bjó í Mílanó um árabil og þegar ég kom aftur þá komu 70-80% af mínum kúnnum tilbaka sem segir mér að ég er að gera eitthvað rétt, ég gef alltaf 100% í mína vinnu og kúnninn fær sinn tíma, ég hef verið gagnrýndur á netinu af fólki sem hefur komið til mín(já ég viðurkenni það, ég googla mig stundum) og einu sinni var einhver stelpa sem kom til mín og sagði hún að hún hefði verið massa ánægð en Ásgeir klippari á Supernova mætti spýta aðeins í lófana, ég var í heila tvo og hálfan tíma í stólnum hjá honum:))
Já! tvo og hálfan tíma, uuhh ég segi nú bara ef þú vilt ekki eyða 2 & 1/2 tíma í hárið á þér, þá getur þú nú ekki búist við því að það sé vel gert, ég hefði frekar viljað vera 3 tíma að þessu, en það er bara ég, ég get verið snöggur ef ég þarf þess en ef ég sé að ég er með rúmari tíma fyrir kúnnann þá spyr ég viðkomandi hvort hann/hún sé að flýta sér og ef ekki þá fæ ég mér kaffibolla með og við spjöllum bara aðeins meira og og klippingin verður fullkomin, ég veit ekki með ykkur en mig langar í klippingu hjá þessum Ásgeiri!!!hahahaha.
En allavegana, ég er búinn að að vera í bransanum núna í sept. á þessu ári í 20 ár!!!!!!!!!!! shiiii hvað tíminn er fljótur að líða, man eins og það hefði gerst í gær þegar ég kom til Reykjavíkur, september 1991 til hennar Elsu minnar á Salon Veh með strípur og háleita drauma um að að vera besti hárgreiðslumaður landsins og síðan þá hefur margt og mikið vatn runnið til sjávar.
Það er svolítið gaman að líta yfir farinn veg og greina hvernig þetta hefur tekist allt saman og hvernig ferillinn hefur þróast síðustu 20 ár, ég er allavegana sáttur með það sem ég hef gert og það er engin eftirsjá í neinu og held ég að maður eigi ekki að sjá eftir neinu í lífinu, það varst þú sem að tókst þessa ákvörðun og enginn annar og þú verður þá bara að gera betur næst, hversu sárt sem það er, hef verið að hlusta á þá sem eldri eru og lífsreyndari að það eru flestir sem eru sammála því að maður eigi ekki að vera velta sér uppúr því sem hefur gerst, heldur á maður að einbeita sér hvað ég vil gera á morgun og hvað það gæti verið sniðugt og skemmtilegt:)
Viðmót, móðganir og hrós: Ég hef lent í ýmsu á mínum ferli og það eru nokkur atriði sem að standa uppúr, eins og þegar ég ákvað að opna mína eigin stofu þá hitti ég einn þekktan hárgreiðslumann á einum af vinsælasta skemmtistað borgarinnar, en hann frussaði út úr sér´Þessi stofa þín á aldrei eftir að meika það, þú ferð á hausinn eftir 2 ár´ ég tók þetta mjög nærri mér og minnstu munaði að ég hefði hjólað í hann, en félagar mínir héldu aftur af mér og sögðu þessa klassísku setningu´hann er ekki þess virði´ og hitamælirinn lækkaði, en fyrir þá sem ekki vita þá rak ég stofuna í tæp 10 ár.
Annað tengt þessum vinsæla stað þar sem maður var duglegur að sækja djammið, var að það voru 2 strákar sem að komu upp að mér og vildu bjóða mér í glas og þáði ég það. Þegar ég settist niður með þeim þá spurði ég hvers vegna þeir vildu spjalla við mig og þeir svöruðu því að þeir vildu fá að kynnast mér aðeins því að þeir höfðu heyrt svo mikið um það að ég væri með egó á við geiminn og vildu vita hvort að það væri eitthvað til í því. Ég spjallaði við þá í dágóða stund um ýmislegt og fékk ég að heyra það að það væri enginn annar á þessu landi og þótt víðar væri leitað að ég væri sá besti í bransanum og sá langbesti í greiðslum og þakkaði ég fyrir það og sagðist meta hrósið mikið.En ég var með öðru fólki sem var að kalla á mig og vildi ég slíta þessu og þakkaði kærlega fyrir bjórinn og sagðist gaman að fá að kynnast þeim, en í þann mund sem ég var að standa upp þá sagði annar þeirra´já og svo er eitt, ef þú heilsar okkur ekki næst þegar við hittum þig, þá er þetta satt allt saman sem við erum búnir að heyra um þig´þ.e.a.s allar kjaftasögurnar um að ég sé með giant ego og snobbaður upp fyrir haus???????????????? þetta finnst mér ótrúlegt, svo var það einn sem að sagði við mig að ég ætti að brosa meira og heilsa fellow klippurum????????? þ.e ég átti semsagt að brosa eins og glaður eymingi í helgarfríi og high five-a allt hárgreiðslufólk sem kynni að vera á vegi mínum.
Ég finn það á meðan ég er að skrifa þetta, að skrifin gætu verið efni í heila bók:) en ég er ekki að einblína á þetta neikvæða, ég hef einnig fengið ótrúlegustu hrós, meistarar hafa komið upp að mér og spurt hvort að þeir megi kynna nemana sína fyrir mér þar sem þeir líta svo mikið upp til mín að þeir hafa ekki þorað að koma sjálfir, hef verið kallaður listamaður og Ísland væri allt of lítið fyrir mig osfrv. og er ég óendanlega þakklátur fyrir það og hika ég ekki við að hrósa öðrum ef mér finnst þeir eiga það skilið. Ég var frekar viðkvæmur fyrir gagnrýni svona til að byrja með en, hef reynt að byggja upp skráp og breitt bak til að verjast öllu neikvæðu og hef virkað frekar kaldur á fólk sem hittir mig í fyrsta skipti, en þessi skrápur virðist fylgja manni og erfitt er að losa böndin, þ.e.a.s ég er alltaf í varnarstöðu þegar einhver ókunnugur ræðst að mér og flamberar einhverju í andlitið á mér og átta ég mig ekki alltaf á því hvort viðkomandi ætlar að hrósa mér eða drulla yfir mig. Mér hefur oft sárnað mjög mikið við ákveðin comment og játa það alveg að ég hef vöknað um augun þegar heim er komið þar sem ekkert hefur gengið upp, ég er í ljótum fötum, ég er ekki alveg með þetta, hver í andskotanum heldur að þú sért, ertu hommi, ertu hommi, ertu hommi, hvað ertu oft búinn að skipta um kennitölu, kannt þú eitthvað að klippa, er þetta klipparinn sem maður þarf ekki að bíða eftir til að komast að hjá, af hverju ertu alltaf í blöðunum, hvað ertu að reyna að sanna, þetta er nú alveg tilgangslaus rekstur hjá þér, mér fannst allar greiðslurnar flottar nema 1, frétti að það varst þú sem að rændir hárgreiðslustofuna þarna í garðabænum, sópaðir öllu út, hvað með þessa klippingu, ertu með make-up?
Reyni sem minnst að hugsa um þetta, en hef alltaf langað til að skrifa þetta niður og held að þetta lýsi svolítið samfélaginu sem við búum í, það má enginn túlipani vaxa hærra en hinir, þá er hinn sá og sami höggvin niður til að vera í fútti við hina, held að mín verk tali sínu máli undanfarin ár og er ég óendanlega stoltur af þeim verkum og þakklátur fyrir þau tækifæri sem hafa borist til mín í gegnum árin og eru nokkur verkefni sem ég er að fara tækla núna en þau eru nú nýlega fyrir Steindann okkar,og á næstunni, afmælistónleika Björgvins Halldórssonar og Eve Online Fanfest þar sem við verðum með hátt í 40 manns í hári og make-up og svo að sjálfsögðu Rokk&Rúllur á mbl.is, en það er mikið challenge að vera með tískuþátt á Íslandi og vonandi verður hann festur í sessi á skjám landsmanna, en ég er þegar kominn með þónokkra hardcore fans sem að missa ekki af þátt, eins og hún elskuega Svala Björgvins og félagar í Steed Lord sem lýstu þvílíku supporti við þáttinn og það eina segir mér að ég er að gera rétt þar sem þau eru þau svölustu í bransanum að mínu mati og svona comment frá þeim fyllir hjarta mitt af gleði.
Ég ætla ekki að hafa þetta lengra og þeir kúnnar sem að lesa þetta, þá hef ég þetta að segja við þá:
Takk fyrir 20 árin sem eru liðin,óendanlega þakklátur fyrir viðskiptin, hvort sem það eru kúnnar sem eru farnir eða eru ennþá hjá mér, læt ykkur vita hvar ég skýt hárgreiðslurótunum næst og vonandi veðja ég á réttan hest í þetta skipti, en ég kem líklega til með að stytta vinnuvikuna mína, en ég veit ekki alveg hvernig það raðast niður, að öllum líkindum verð ég bara mið,fim,fös.og annan hvern laugardag til að byrja með sökum annara verkefna og svo á ég eina yndislega dóttur sem ég dýrka út af lífinu og langar að eyða smá meiri tíma með henni og sjá hana vaxa og dafna, hún er þvíliík prinsessa, byrjuð að fá make-up(4 ára) og byrjuð að breyta fötunum sínum og og gengur á háhælum:))))) úffff
Takk fyrir mig,
Ásgeir Hjartarson.
Athugasemdir
Mig langar að leggja orð í belg hérna. Ég man þegar ég kynntist þér Geiri, ætli það hafi ekki verið fyrir þremur árum síðan. Ég hafði enga hugmynd um að þú værir einhver "celeb" ef kalla má. Þú barst það engann veginn utan á þér, vingjarnlegur með eindæmum, gafst þér tíma til að hlusta á viðmælendur, rólegur í fasi og umfram allt með alveg frábæran húmor auk hlýrrar nærveru. Við urðum fljótlega vinir og aldrei fann ég fyrir því að ég væri eitthvað minni túlípani heldur en þú. Þú ert vinur allra. Þú hefur þann einstaka hæfileika að láta fólk í kringum þig líða vel og það er dýrmætur eiginleiki sem alltof fáir hafa. Ég get vel skilið að þú sért öfundaður í þinni iðn, í þau fáu skipti sem þú hefur klippt mig hef ég tekið eftir því hvað þú leggur mikið í klippinguna þótt ég hafi alveg einstaklega lítið hár. Mér leið alltaf eins og million bucks þegar ég var búinn að vera hjá þér. Mér fannst frábært að lesa þessi skrif frá þér og glæsilegt að þú ert fastur í þinni sannfæringu sem persónu. Það eru forréttindi að eiga þig sem vin.
Orvar Fridriksson (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 19:03
Takk fyrir hlý orð Örvar:)
Ásgeir Hjartarson, 14.3.2011 kl. 19:31
Bíddu nú við... hverju er maður að missa af - má ekki líta af þér í mánuð?! ;)
Þú ert búinn að klippa mig í rúm tíu ár og ég get talið það á fingrum annarar handar þau skipti sem ég hef neyðst til að fara annað. Vona að þú hættir ekki alveg að klippa okkur almúgann - ég veit ekki hvert í ósköpunum ég ætti að fara með famílíuna í klippingu ef ekki til þín?! Ekki leiðinlegt heldur að fá movie updates í leiðinni ;)
Gangi þér sem allra best í því sem þú ert að fara að gera - bíð spennt eftir næsta þætti :)
Auður Smáradóttir (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 20:03
Takk elsku Auður mín, sé þig fljótlega:)))
Ásgeir Hjartarson, 15.3.2011 kl. 21:41
Stolt af þér Ásgeir minn.. :*
Sigga Lena (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 19:26
Ja brosi. Eg man hvad eg hlakkadi heiftarlega til ad saekja tig a flugvollinn tegar eg var pjakkur. Eg man hvad mer fannst gedveikt ad skoda allt flotta dotid thitt. Eins og storu hringana tina, ledurjakkann, risa storu g-shock urin og pinulittli nokia siminn. Eg man hvad mer fannst gaman ad spila med ter nintendo og svo tegar vinir tinir komu heim ad na i tig tha langadi mer alltaf ad koma med og eg man tegar vakti eftir a kvoldin og horfdi utum gluggan og beid eftir ad thu komst heim eins og jolasveinninn svo a morgnana tha gat eg aldrei bedid eftir ad thu vaknadir og eg for alltaf upp og vakti tig svo fengum vid okkur samloku (thunnir) og horfdum a coca cola listann. Eg man lika hvad mer fannst geggjad ad eiga med ter kvoldstund, Tegar vid braedurnir forum a videoleigu og leigdum aliens og tad klikkadi aldrei ad thu sofnadir i halfri mynd og sat einn i myrkrinu og kuka a mig ur hraedslu svo tegar thu vaknadir örstutt tha vard eg ekki eins hraeddur. Thu hefur alltaf verid mer oendanlega godur og stadid med mer tratt fyrir gemlinginn i mer. Eg man tegar vid komum til tin til milano og thu leigdir med mer friday the 13th og vid keyptum okkur byssurnar og skutum skordyr, tetta er ogleymanlegt. Eg man lika hvad mamma var alltaf ad monta sig af ter, tegar tu varst alltaf i blodunum. Tad er enn talad um tad i dag tegar eg maetti i skolann i 10 bekk med afro, vaa hvad tad snerust margir hausar tha og hver fekk creditid :) thu ert langbestur og eg verd alltaf stoltur af ter. Kærlig hilsen, lille brø
Sindri SMarason (IP-tala skráð) 19.3.2011 kl. 20:39
Ég get haldið endalaust áfram, það situr alltaf í mér þegar ég var í sumarbúðunum Ástjörn og þegar ég kom heim, þá varst þú búinn að fara til Chicago og þegar ég opnaði herbergið mitt þá blasti við mér risastór poster á foami af Jordan og Pippen og alvöru Chicago Bulls Jordan treyja og Bulls derhúfa sem ég á ennþá í dag og hef haldið fast utan um þrátt fyrir boð frá vinum um kaup á treyjunni. Ég man þegar ég var í mínu rugli og einn daginn ef það var ekki 1.des 2004 þegar þú barðir í borðið og sagðir við mig að þú værir kominn með nóg. Af öllu fólki sem var að reyna ná til mín á því tímabili, þá sló það mig svo rosalega þegar þú sagðir mér hversu mikið ég væri að særa þig, ég brotnaði alveg niður. Ef það væri ekki fyrir þig þá hefði ég aldrei orðið sá maður sem ég er í dag. Þú varst/ert hetjan mín og það gaf mér rosalega mikið að geta litið upp til þín og tekið leiðsögn frá þér. Eintómar góðar minningar sem ég vil aldrei missa og hætta að safna. Andare al mare scemo :)
Sindri Smárason (IP-tala skráð) 19.3.2011 kl. 21:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.